Írski bardagakappinn Conor McGregor hafði betur gegn Donald „kúreka“ Cerrone þegar hann sneri aftur í búrið í Ultimate Fighting Championship (UFC) í gærkvöld, eftir 15 mánaða hlé. Bardaginn fór fram í T-Mobile Arena í Las Vegas.
Eftir stanslaus högg frá Conor í upphafi bardagans, tókst honum að rota Cerrone, en það tók Conor aðeins 40 sekúndur að sigra kúrekann. Dómarinn greip þá inn í, stöðvaði bardagann og dæmdi Conor sigur með tæknilegu rothöggi.
„Ég komst í sögubækurnar í kvöld. Ég setti met. Ég er fyrsti bardagakappinn í sögu UFC sem sigrar með rothöggi í fjaðurvigt, léttivigt og nú í veltivigt – ég er mjög stolur af því,“ sagði McGregor eftir sigurinn.