Hráefni:
- 2 msk ólívuolía
- 4 lambaskankar
- 1 laukur saxaður smátt
- 2 stórar gulrætur saxaðar smátt
- 2 sellery stilkar saxaðir smátt
- 4 hvítlauksgeirar skornir smátt
- 2 stilkar ferskt rósmarín
- 1 lárviðarlauf
- 2 msk tómatpúrra
- 3 dl rauðvín
- 5 dl nautasoð
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 160 gráður. Kryddið lambaskankana rausnarlega með salti og pipar. Steikið þá á stórri pönnu/eða potti (sem má fara inn í ofn) þar til þeir hafa brúnast vel á báðum hliðum. Takið þá af pönnunni og leggið til hliðar.
2. Á sömu pönnu, steikið gulrót, lauk, sellery og hvítlauk þar til þetta fer að mýkjast. Bætið þá kryddunum og tómatpúrru og steikið áfram í 30 sek en þá fer rauðvín og nautasoð saman við. Náið upp suðu og færið þá lambaskankana aftur yfir á pönnuna.
3. Setjið lok á pönnuna og setjið inn í ofinn. Leyfið þessu að malla í ofninum í 2-3 tíma. Þegar eldunartíminn er hálfnaður er gott að kíkja á kjötið og bæta við nautasoði ef þörf er á. Berið fram með kartöflustöppu.