Auglýsing

Tíu STÓRSKRÍTNAR staðreyndir um líkamann!

Mannslíkaminn er alveg magnaður og heilinn okkar (flestra) er fullkomnari en öflugasta tölva heims.

Hér að neðan eru tíu stórskrÍtnar staðreyndir um líkamann sem sumar koma virkilega á óvart:

10. Heilinn finnur ekki fyrir sársauka.
Þó heilinn taki á móti skilaboðum um sársauka frá líkamanum þá finnur heilinn sjálfur ekki fyrir sársauka. Þegar fólk fer í heilauppskurð er það haft vakandi og þarf engin verkjalyf.

9. Konur finna lykt betur en karlmenn.
Þetta er líklega ástæðan fyrir því að karlmenn lykta yfirleitt verr en konur. Konur eru með þróaðara og næmara þefskyn en karlar.

8. Börn eru sterkari en naut.
Margir furða sig á hvað börn eru sterk miðað við þyngd og stærð. Þau eru líka hlutfallslega sterkari en naut miðað við styrk per kíló. Ef börn myndu halda þessu hlutfalli þegar þau stækka þá gætu unglingar auðveldlega lyft vörubíl.

7. Þig dreymir meira ef þú ert með háa greindarvísitölu.
Virkni heilans hefur áhrif á getuna til að dreyma. Þannig ef þig dreymir mikið þá getur það verið merki um gáfur.

6. Hnerri getur ferðast á 160km hraða.
Þegar þú hnerrar þá ferðast loftið á um 160km hraða. Það er því mikilvægt að halda ekki hnerranum í sér enda dæmi um að fólk sprengi þannig æðar.

5. Kynlíf getur lagað hausverk.
Sumar konur segjast vera með of mikinn hausverk til að stunda kynlíf. Það gæti þá verið sniðugt að benda þeim á að kynlíf er besta meðalið. Við samfarir fara hormónar af stað sem virka betur gegn hausverk en hausverkjatafla.

4. Tungan er sterkasti vöðvinn í líkamanum.
Ef miðað er við stærð þá er tungan sterkasti vöðvi líkamans. Það er þó ekki mælt með því að nota tunguna í ræktinni.

3. Heilinn þarf 10 wött af rafmagni til að starfa.
Margir líkja heilanum við tölvur en hann er þó mun flóknari enda tengdur við allan líkamann. Tölvur og heilinn eiga það þó sameiginlegt að þurfa rafmagn til að starfa.

2. Öll börn fæðast með blá augu.
Börn fæðast með blá augu og fá ekki sinn endanlega augnlit fyrr en þau komast í tæri við ákveðið magn af útfjólubláu sólarljósi.

1. Súkkulaði getur verið betra en kynlíf.
Súkkulaði er mikill gleðigjafi og sumar konur upplifa meiri líkamlega vellíðan eftir súkkulaðiát heldur en eftir kynlíf.

Svo er gott að muna að það þarf töluvert fleiri vöðva til að setja á sig skeifu heldur en til að brosa. Spörum því orkuna og brosum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing