Um eitt þúsund og átta hundruð starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf á morgun. Þetta kallar á verulega röskun á starfsemi í leikskólum borgarinnar og verða um þrjú þúsund og fimm hundruð börn send heim í hádeginu.
Engin niðurstaða fékkst eftir að samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Sem þýðir að um 1800 starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf sín kl. 12.30 á morgun.
Verkfallið hefur áhrif víða en einna helst á skóla- og frístundasviði þar sem um eitt þúsund félagsmenn Eflingar starfa, flestir á leikskólum. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða um 3.500 börn send heim í hádeginu á morgun.
Þetta kom fram á vef Rúv