Þýski listamaðurinn Simon Weckert ákvað að sýna öllum hversu viðkvæmar viðvaranirnar í Google Maps eru með því að gera smávegis tilraun í Berlín.
Hann tók því flotta rauða vagninn sinn og 99 blöðrur – nei ég meina 99 snjallsíma – og gekk niður götur borgarinnar á tíma þar sem að það var lítil traffík. Google Maps hélt að 99 bílar væru að ferðast löturhægt um göturnar og skráðu þetta sem umferðarteppu.
Þið getið séð myndband um tilraunina hans Simon hér fyrir neðan og svo nokkrar skemmtilegar myndir frá tilraunardeginum.
Átt þú eftir að trúa Google Maps næst þegar forritið varar þig við umferðarhnúti?