Ellý Ármanns er að byrja með útvarpsþátt á K100 sem verður á dagskrá á mánudagskvöldum.
Hún hefur undanfarna mánuði spáð fyrir hlustendum í þættinum Ísland vaknar með Jóni Axel, Kristínu Sif og Ásgeiri Páli en nú á að gera meira úr því og spá fyrir hlustendum í heilum útvarpsþætti.
„Ég finn fyrir mjög miklum áhuga á spádómum hjá fólki en ég hef spáð í spil lengi vel, alveg síðan ég var unglingur. Bússi sölustjóri hjá K100 bauð mér að vera með minn eigin spá-þátt á K100 með lengri símatíma fyrir Íslendinga sem vilja skyggnast inn í framtíðina með mér og auðvitað sagði ég já!
Þátturinn verður á dagskrá á mánudagskvöldum klukkan 22.00 og verður í beinni útsendingu. Þá getur fólk alls staðar af landinu hringt í mig og ég spái fyrir því. Ég held að þessi tímasetning sé alveg hreint ágæt. Þá eru yngstu fjölskyldumeðlimirnir jafnvel farnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum notið þess að hlusta á útvarpið, kveikja á kertum og spjallað um andleg málefni á meðan ég stokka spilin,“ segir Ellý.
Þetta kom fram á vef Mbl