Tónlistarhúsið Harpa heiðrar Hildi Guðnadóttur í kvöld með kveðju sem skreytir glerhjúp hússins. Má sjá setninguna: „Til hamingju Hildur!“ lýsa utan á húsinu.
„Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að tónlistarhús íslensku þjóðarinnar fagnaði þessum verðskulduðu sigrum Hildar. Viðurkenningin sem hún hefur nú hlotið er mikið fagnaðarefni fyrir alla unnendur tónlistar og menningar og markar vatnaskil fyrir konur á þeim mikilvæga vettvangi,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Þetta kemur fram á vef Vísis