Þjóðleikhússið hefur ákveðið að bjóða upp á leiksýningar á virkum dögum fyrir leikskólabörn, á meðan yfirvofandi verkfall leikskólastarfsmanna stendur yfir.
„Auðvitað vonum við að þessi deila leysist sem allra fyrst,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, „en við ákváðum að vera tilbúin ef til verkfalls kemur, og bjóða upp á sýningar fyrir börn með lækkuðu miðaverði. Það getur verið dýrmætt að fá tækifæri til að gera eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt með börnunum á svona tímum, og því ákváðum við að taka til sýninga eina af barnasýningunum okkar, Ómar Orðabelg. Sýnt verður í Kúlunni kl. 13:00 alla næstu viku, frá og með þriðjudegi, ef af verkfalli verður. Vegna aðstæðna lækkum við miðaverð og kostar miðinn aðeins 1.000 kr.“ Þetta kemur fram á vef Þjóðleikhússins
Fram kemur á vef Þjóðleikhússins að ef deilan leystist verða sýningar felldar niður og gestir fá ónotaða miða endurgreidda eða geta nýtt þá sem inneign á aðrar sýningar.