Okkur þykir sjálfsagt mál að fá rör með alls kyns drykkjum – en ef til vill væri það ekki jafn sjálfsagt þegar við gerum okkur grein fyrir afleiðingunum.
Rör úr plasti á sér nánast eilíft líf hér á jörðu – því það tekur 200 ár fyrir það að brotna niður – en svo eftir það – þá verður það að smáum eitruðum ögnum. Í Bandaríkjunum og Bretlandi eru nærri 550 milljón rörum hent á hverjum degi. Mjög lítið er endurunnið, og mikið af því endar í sjónum. Heilbrigt haf hjálpar til við að vinna á móti loftlagsbreytingum. Hjálpaðu strax í dag. Ekki nota rör.