Hráefni:
- 2 egg
- 1 dl mjólk
- 1 msk sriracha sósa
- 3 dl kókosmjöl
- 1 dl panko raspur
- 1 tsk sjávarsalt
- 1/2 tsk svartur pipar
- 1/4 tsk cayenne pipar
- 500 gr kjúklingabringur skornar í strimla eða heilar kjúklingalundir
- grænmetisolía til steikingar
- Sweet chilli sósa
Aðferð:
1. Hrærið saman egg, mjólk og sriracha sósu í skál. Leggið til hliðar.
2. Takið meðalstóran disk og blandið saman á hann kókosmjöl, panko rasp, salt, svartan pipar og cayenne pipar. Dýfið næst kjúklingnum í eggjablönduna og þar næst í kókosblönduna. Leggið kjúklinginn á fat. Gerið þetta við alla kjúklingabitana.
4. Takið meðalstóran pott og hellið í hann um 4 cm af grænmetisolíu. Hitið olíuna á miðlungshita þar til hún hefur náð slíkum hita að þegar þú leggur viðarsleif ofaní þá koma „búbblur“.
5. Steikið núna kjúklinginn í skömmtum, ekki of marga bita í einu ofan í pottinn. Steikið hvern bita í um 3-4 mín eða þar til þeir verða fallega gylltir og eldaðir í gegn. Leggið elduðu bitana á disk með eldhúspappír á, það þerrar alla umfram olíu af bitunum. Berið fram strax með sweet chilli sósu sem hægt er að dýfa bitunum í.