Auglýsing

Vopnað rán í Kjötborg

Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar í vesturbæ Reykjavíkur á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar.

Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki haft mikið upp úr krafsinu og að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins.

„Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á en hefur aldrei lent í,“ segir Gunnar.

„Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki, þegar þetta átti sér stað.“

Þrátt fyrir að maðurinn hafi verið grímuklæddur náði Kristján að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum.

„Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum.

Þetta kemur fram á vef Vísis

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing