Hráefni:
- 1 stór blómkálshaus
- 4-6 hvítlauksgeirar skornir mjög smátt eða rifnir niður
- 2 dl kjúklinga eða grænmetissoð
- 1 líter vatn (meira ef þarf)
- 2 msk smjör
- Salt og pipar eftir smekk
- ferskar kryddjurtir að eigin vali til skrauts
Aðferð:
1. Skerið blómkálið niður í stóran pott með vatni + kjúklingasoði. Setjið helminginn af hvítlauknum í pottinn ásamt salti og pipar. Látið suðuna koma upp, lækkið þá örlítið hitann og leyfið þessu að malla í 15-18 mínútur, eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.
2. Sigtið vatnið frá blómkálinu og maukið það með töfrasprota eða í matvinnsluvél ásamt hinum helmingnum af hvítlauknum og smjörinu.
3. Smakkið þetta til með salti og pipar. Setjið í skál og toppið með ferskum jurtum.