Hráefni:
- 1/2-1 kg risahörpuskel
- 2 msk ólívuolía
- 4 msk smjör
- 4 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 2 msk sítrónusafi
- 2 msk söxuð steinselja
- chilli flögur
- salt og pipar
Aðferð:
1. Raðið hörpuskelinni á fat og þrýstið aðeins á þær með pappír, svo þær verði þurrar. Kryddið með salti og pipar á báðum hliðum.
2. Hitið 1 msk olíu á pönnu og þegar hún er orðin vel heit þá steikið þið hörpuskelina, ekki hafa of margar á pönnunni í einu, gerið þetta frekar í skömmtum. Steikið þær í um 60-90 sek á hvorri hlið. Takið þær af pönnunni og leggið til hliðar.
3. Lækkið hitann aðeins á pönnunni og setjið á hana smjör, hvítlauk og sítrónusafa. Leyfið þessu að hitna í um 1-2 mín. Hrærið þá chilli flögurnar og steinseljuna saman við. Tekið af hitanum og hellið yfir hörpuskelina. Berið fram strax.