Hráefni:
- 1 pizzadeig
- 3 msk ólívuolía
- 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1 stilkur rósmarín
- 4 msk rifinn parmesanostur
- 1 tsk chilli flögur
- ¼ tsk sjávarsalt
Aðferð:
1. Skiptið deiginu í tvennt og leyfið því að standa við stofuhita í klukkustund. Fletjið deigið út og leyfið því að standa aftur í 10 mín. Hrærið hvítlauknum saman við ólívuolíuna og leyfið þessu að standa á meðan deigið er að hefast.
2. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið deigið á sitthvora ofnplötuna( hafið bökunarpappír undir). Þrýstið með fingrunum yfir allt deigið ( myndið litlar holur ). Penslið með 2 msk af hvítlauksolíu og dreifið rósmarín yfir. Dreifið næst helmingnum af parmesan ostinum, chilli flögum og salti yfir deigin.
3. Bakið í 20-25 mín eða þar til þetta fer að brúnast. Takið úr ofninum og dreifið afgangnum af hvítlauksolíunni og parmesan ostinum yfir. Skerið niður og berið fram strax.