Auglýsing

Hvítlauksbrauð með parmesan og rósmarín

Hráefni:

  • 1 pizzadeig
  • 3 msk ólívuolía
  • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 stilkur rósmarín
  • 4 msk rifinn parmesanostur
  • 1 tsk chilli flögur
  • ¼ tsk sjávarsalt

Aðferð:

1. Skiptið deiginu í tvennt og leyfið því að standa við stofuhita í klukkustund. Fletjið deigið út og leyfið því að standa aftur í 10 mín. Hrærið hvítlauknum saman við ólívuolíuna og leyfið þessu að standa á meðan deigið er að hefast.

2. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið deigið á sitthvora ofnplötuna( hafið bökunarpappír undir). Þrýstið með fingrunum yfir allt deigið ( myndið litlar holur ). Penslið með 2 msk af hvítlauksolíu og dreifið rósmarín yfir. Dreifið næst helmingnum af parmesan ostinum, chilli flögum og salti yfir deigin.

3. Bakið í 20-25 mín eða þar til þetta fer að brúnast. Takið úr ofninum og dreifið afgangnum af hvítlauksolíunni og parmesan ostinum yfir. Skerið niður og berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing