Auglýsing

Sprenging í sumarbústað í morgun

Sprenging varð í sumarbústað í Langadal, nærri bænum Geitaskarði, um klukkan ellefu í morgun. Sex manns voru í bústaðnum, allt ungt fólk. Þrír voru fluttir á slysadeild á Akureyri og voru tveir þeirra voru með sjáanlega áverka. Greint er frá þessu á vef rúv

Tilkynning um sprenginguna barst lögreglunni á norðurlandi klukkan ellefu mínútur yfir ellefu í morgun. Fór fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á vettvang frá Blönduósi og Skagaströnd. Sumarbústaðurinn er uppi í hlíð og þurfti vel útbúna jeppa til að komast að honum og losa þurfti fólk úr braki bústaðarins þegar björgunarfólk kom á staðinn. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni norður til að rannsaka slysstaðinn.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing