Auglýsing

Hjálmar stýrði 13 þúsund manna Bingói

Að minnsta kosti þrett­án þúsund manns tóku þátt í bingói sem Ali hélt á þriðju­dag­inn og var á meðal þátt­tak­enda fólk bú­sett er­lend­is, seg­ir Ein­ar Páll Gunn­ars­son, markaðsstjóri Ali, í sam­tali við mbl.is

Hefur Ali ákveðið að end­ur­taka leik­inn þann 21. apríl næst­kom­andi.

„Þrett­án þúsund mis­mun­andi síma­núm­er voru skráð til leiks, sem er eina tal­an sem við höf­um til að miða við. Marg­ir voru þó að sækja spjöld fyr­ir maka og börn svo ég geri ráð fyr­ir því að spil­ar­ar hafi verið fleiri,“ seg­ir Ein­ar. En Bingó-útsendingin fór fram í gegnum Facebook og henni stjórnaði skemmtikraft­ur­inn Hjálm­ar Örn.

„Marg­ir í kring­um okk­ur, þar á meðal for­eldr­ar mín­ir, voru orðnir leiðir á að vera í sótt­kví og búin að nýta sér alla mögu­lega afþrey­ingu sem í boði var. Þau voru búin að horfa á allt sem þau langaði að sjá á Net­flix, fara í ótal göngu­túra og gátu vita­skuld ekki nýtt sér aðra mögu­leika eins og bíó, sund eða keilu.“

Langaði þeim hjá Ali að standa fyr­ir ein­hverju ör­lítið öðru vísi, ein­hverju sem fjöl­skyld­ur gætu tekið þátt í sam­an og haft gam­an af.

„Maður hef­ur heyrt af vina­hitt­ing­um á fjar­skipta­for­rit­um eins og Zoom og ég hugsaði með mér að þetta væri bara eins og slík­ur hitt­ing­ur, nema stigi ofar.“ Nefn­ir hann í þessu dæmi að hann hafi heyrt af hópi fólks sem tók þátt í bingó­inu, en hluti hóps­ins sé bú­sett­ur er­lend­is. „Þau höfðu sam­skipti í gegn­um Zoom og spiluðu sam­an bingó!“

Þetta kemur fram á vef mbl

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing