Twitter-pakki vikunnar!
Ég fór út að hlaupa í gær, en eftir 5 min þurfti ég að fara aftur heim af þvi að ég gleymdi svolitlu.
Ég gleymdi því að ég væri feitur og gæti ekki hlaupið í meira en 5 min.— Ásgrímur Guðnason (@AsiGudna) April 11, 2020
Kann einhver að breyta í Íslandsbankaappinu þannig að tölurnar séu ekki rauðar?
— Jónas Reynir (@jonasreynir) April 11, 2020
Hefurðu einhvern tíma samið fimmaurabrandara fyrir fisk?
Já, fyrir löngu.
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) April 11, 2020
Það var ekkert verið að henda upp svona smitrakningarteymi þegar ég fékk klamydíuna hérna um árið ???
— Kristján Gauti (@kristjangauti) April 11, 2020
kærasti er bara fancy orð yfir drykkjufélaga
— Berglind Festival (@ergblind) April 11, 2020
Trúi því ekki að einhver fréttamaður ætli ekki að taka hring í einhverju bústaðarsvæði og banka uppá hjá fólki sem á ekki að vera þar.
Væri amazing sjónvarpsefni.
— Ólafur Nils Sigurðsson (@olafurns) April 11, 2020
Trúboðinn? Meinarðu þegar ég er að banka á svefnherbergishurðina og konan þykist ekki vera þar inni? Jú, við gerum það stundum.
— Bragi og hópur kvenna (@bragakaffi) April 11, 2020
Fyrst bönnuðu þau okkur að fara á fyllerí, síðan máttum við ekki hella í okkur kaffi og núna megum við ekki einu sinni grínast. pic.twitter.com/gLhcdHvbrL
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) April 11, 2020
Sonur minn (6) mælir 2 m í krókódílum og öskrar á alla sem stíga of nærri ímynduðu krókódílunum sem umkringja hann. Þetta fer mjög í taugarnar á eldri bróður hans (13) sem bendir á að krókódílar komi ekki í stöðluðum stærðum og séu því ekki nothæf mælieining. #mömmutwitter
— Sólveig (@solveighauks) April 11, 2020
Örsaga
Ísskápurinn okkar dó í dag.
Settum það sem við gátum í kælibox.Á meðan konan mín skoðaði ísskápa á netinu tók ég hann í sundur, hreinsaði og setti saman aftur.
Hann reis upp frá dauðum og er eins og nýr.
Spöruðum okkur 200k útgjöld.
Besti föstudaginn langi… ever!
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) April 10, 2020
Er 28 ára, fór út á sparkvöll í gær að leika mér og endaði á því að fara heim kl 22:15, eftir að hafa tekið 3 leiki af miðju(leikurinn) við 13 ára dreng sem ég hef aldrei hitt áður.
Af hverju fer maður ekki meira bara út að leika sér. Var fáranlega skemmtilegt.
— Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson (@gardarStNikulas) April 10, 2020
Plis ég vona svo að þessi kona sem laug því að vera sjúkraliði á Bolungarvík og var handtekinn sé í raun maðurinn sem var tekinn á steypubilnum
— Björn Leó (@Bjornleo) April 10, 2020
call me crazy en ég er að sjá smá begga í sóldögg í þessu barni framan á bleyjupakkanum??? pic.twitter.com/cjXGpahqFf
— Tómas (@tommisteindors) April 10, 2020
Brynhildur hefur hingað til verið mjög ströng á því að það megi alls ekki hafa gaman á föstudaginn langa. Í ár tilkynnti hún mér að hún væri tilbúin að slaka á þessum reglum því það er búinn að vera föstudagurinn langi í mánuð.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 10, 2020
Nú þegar djammið hefur alfarið verið flutt inn í íbúðarhúsnæði vil ég leggja til að því verði einnig flýtt. T.a.m. væri hægt að öskra Queen lög um kvöldmatarleitið og taka trúnó rétt fyrir svefninn klukkan tíu.
— Margrét Arna (@margretviktors) April 10, 2020
Bónus bauð uppá smakk í dag á Selfossi. Meðan aðrir stressast yfir Covid og bústaðaferðum þá bjóða þeir uppá rosalegustu smithættu síðan ítalski barþjónninn lét alla blása í flautuna í Ölpunum #Cóviti pic.twitter.com/W1FN1Ke15k
— Maggi Peran (@maggiperan) April 9, 2020
Hvað ég gæfi ekki fyrir að ganga fram á kúkandi túrista á skálögðum Yaris við þjóðveginn núna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) April 9, 2020
bróðir minn hélt að orðið arinn væri einfaldlega “ar” – og arinn væri bara það orð með greini.
hann er tvítugur
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) April 9, 2020
Þeir sem þekkja pabba vita að hann labbar mjög (!) hratt. Ég lagði ekki tvo og tvo saman þegar ég spurði hann hvort við ættum að taka smá skokk á Kársnesinu. Aldrei skokkað saman.
Pabbi hleypur semsagt eins og Usain Bolt sé stöðugt á hælum hans og ég verð með astma fram á haust.
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) April 9, 2020
Það boð?
Pabbi: kemur þú í mat á páskadag?
Ég: Efast um það pabbi, ég hef ekki farið í skimun og get því ekki verið 100% viss um að ég sé ekki með veiruna.
Pabbi: jújú þú kemur, annaðhvort ertu bara góður og ef ekki þá bara drepurðu foreldra þína.
— Albert Ingason. (@Snjalli) April 9, 2020