Hráefni:
-
- 2 tsk chilli krudd
- 2 tsk cumin
- 2 tsk oregano
- 1 tsk reykt paprika
- salt og pipar eftir smekk
- 600 gr kjúklingabringur skornar í strimla
- 1 rauð parika skorin í strimla
- 1 gul paprika skorin í strimla
- 1 rauðlaukur skorinn í þykkar sneiðar
- 3 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 3 msk ólivuolía
- 1/2 dl ferskt kóríander saxað niður
- 2 msk lime safi
- 6-8 tortillur
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður. Leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Blandið saman í skál: chilli kryddi, cumin, oregano, reyktri papriku, 1 1/4 tsk salti og 1 1/4 tsk pipar.
3. Dreifið úr kjúklingnum, paprikunni, lauknum og hvítlauknum á ofnplötunni. Hellið ólívuolíu yfir allt saman ásamt kryddblöndunni. Blandið mjög vel saman. Bakið í um 25 mín eða þar til kjúkilngurinn er elduður í gegn og grænmetið farið að mýkjast. Takið úr ofninum og blandið kóríander og lime safa saman við. Berið fram í tortillu með t.d. guacamole, fersku káli og tómötum.