Auglýsing

Dásamlega bragðgott kjúklinga-lasagna

Hráefni:

  • 2 1/2 msk ólívuolía
  • 2 dl saxaður laukur
  • 2 msk hvítlaukur rifinn niður
  • 1 pakki sveppir skornir í sneiðar
  • 1 tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk þurrkað oregano
  • 1/2 tsk chilli flögur
  • 1 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 poki spínat
  • 5 dl eldaður kjúklingur rifinn niður
  • 5 dl kjúklingasoð
  • 3 dl mjólk
  • 1/4 tsk múskat
  • 1/2 dl hveiti
  • 1 dl rifinn parmesan
  • lasagna plötur
  • 3 dl rifinn mozzarella

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður.

2. Hitið olíu á stórri pönnu og setjið á hana lauk, hvítlauk, sveppi, basiliku, oregano, chilliflögur og 1/2 tsk salt. Steikið í um 5 mín og hrærið reglulega í á meðan. Hrærið næst spínatið saman við og steikið áfram í nokkrar mín. Hrærið þá eldaða kjúklinginn saman við og takið til hliðar.

3. Takið pott og hitið í honum kjúklingsoð, mjólk, múskat og 1 tsk salt. Þegar suðan kemur upp hrærið þið hveitið saman við og hrærið stanslaust í sósunni á meðan. Leyfið þessu að malla á lágum hita í um 5-10 mín. Bætið þá parmesan ostinum saman við, hrærið og takið þetta síðan til hliðar.

4. Takið eldfast mót ( 20 x 20 cm c.a.) og hellið um 1 dl af sósunni í botninn, næst lasagnaplötur, þá kjúklinga-mixið, aftur sósu og 1/2 dl mozzarella osti. Gerið þetta koll af kolli þar til hráefnið er allt komið í mótið. Endið á mozzarella ostinum á toppnum.

5. Lokið þessu með álpappír og bakið í um 25 mín. Takið þá álpappírinn af og bakið áfram í um 15 mín. Gott er að setja grill-stillingu á ofninn síðustu 2 mín svo osturinn verði fallega gylltur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing