Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna Eflingar hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ og fleiri sveitarfélögum er nú lokið. Í tilkynningu frá Eflingu segir að verkfallsboðun hafi verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta kemur fram á vef mbl.is
Hefst verkfall á hádegi þriðjudaginn 5. maí og eru sveitarfélögin sem um ræðir Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélagið Ölfus.
Samninganefnd frestaði verkfallsaðgerðum meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst en tók það fram að það yrði atkvæðagreiðsla um framhald verkfalls að nýju eftir páska.
„Þetta eru magnaðar niðurstöður. Þær sýna ótrúlegt hugrekki, baráttuvilja og samstöðu okkar fólks. Láglaunafólk ætlar að fá viðurkenningu á því að samfélagið kemst ekki af án þeirra. Veirufaraldur eða ekki – Eflingarfólk lætur ekki kúga sig til hlýðni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.