Auglýsing

Unglingsstúlka sögð hafa veitt pilti áverka

Ung­lings­stúlka hefur verið færð til vistunar á við­eig­andi stofnun eftir að al­var­legt at­vik varð í Kópa­vogi snemma í gærkvöldi.

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni við Ör­va­sali í Kópa­vogi þegar talið var að ókunnugur maður hefði veitt unglingspilti áverka með eggvopni. Var meðal annars notast við sporhunda og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Stuttu síðar barst til­kynning þess efnis að leitinni hefði verið hætt og að mála­vextir væru ekki með þeim hætti sem talið var í fyrstu. Lá þá fyrir að áverkarnir væru af völdum stúlkunnar.

„Mikill við­búnaður var vegna málsins, en í fyrstu var talið að ó­kunnugur maður hefði staðið að á­rásinni, en svo reyndist ekki vera. Líðan piltsins er eftir at­vikum, en hann er ekki lífs­hættu­lega slasaður. Málið er unnið með að­komu barna­verndar­yfir­valda,“ segir í tilkynningu frá lög­reglu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing