Leikarinn Jerry Stiller er látinn 92 ára að aldri. Sonur Jerry, Ben Stiller, tilkynnti andlát hans á Twitter í morgun.
Hann segir það hryggja hann að tilkynna andlát föður síns, hann hafi verið frábær faðir, afi og eiginmaður til 62 ára og að hans verði sárt saknað.
Jerry var þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanþáttunum Seinfeld og King of Queens og var hann, árið 1997, tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir leik sinn í Seinfeld.
I’m sad to say that my father, Jerry Stiller, passed away from natural causes. He was a great dad and grandfather, and the most dedicated husband to Anne for about 62 years. He will be greatly missed. Love you Dad. pic.twitter.com/KyoNsJIBz5
— Ben Stiller (@RedHourBen) May 11, 2020