Auglýsing

COVID-19 með augum félagsfræðinnar

Félagsfræðin í HÍ og Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir metnaðarfullri fyrirlestraröð sem tekur á COVID-19 faraldrinum þann 18. maí til 8. júní. Um opna ZOOM-fundi verður að ræða, í formi hádegisfyrirlestra (frá 12.00 – 13.00). Hlekkur: https://eu01web.zoom.us/my/felagsfraedi

Hver fræðimaður verður með stutt innlegg en svo verða spurningar „úr sal“ og vonandi líflegar umræður. Alls verða fyrirlestrarnir tíu og vinklarnir á þetta fordæmalausa samfélagsástand jafn margir. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor, ríður á vaðið og mun skoða málið út frá félagsfræðilegum kenningum um ójöfnuð og heilsufar.

DAGSKRÁ

-18. maí – Sigrún Ólafsdóttir: Ræðst COVID-19 jafnt á okkur öll?
-20. maí – Stefán Hrafn Jónsson: Gögn, þekking og lýðfræðin
-22. maí – Arnar Eggert Thoroddsen: Tónlist/dægurmenning á tímum COVID-19
-25. maí – Sunna Símonardóttir: Heima er best? Kynin og Covid-19
-27. maí – Viðar Halldórsson: Ástandið og íþróttirnar: Eru íþróttir það mikilvægasta af ómikilvægu hlutunum?
-29. maí – Ingólfur V. Gíslason: Karlar og heilsa
-1. júní – Ólöf Júlíusdóttir: Fjarvinnsla og samræming fjölskyldu- og atvinnulífs á fordæmalausum tímum
-3. júní – Helgi Gunnlaugsson: Afbrot og kreppur: Aukast afbrot vegna snöggra samfélagsbreytinga?
-5. júní – Guðbjörg Linda Rafnsdóttir: Þjóðfélagsbreytingar og líðan í COVID-19
-8. júní – Jón Gunnar Bernburg: Fjöldahegðun í heimsfaraldri

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing