Auglýsing

Drónakafbátur notaður við leitina

Leit stendur enn yfir að skipverja sem talinn er hafa fallið fyr­ir borð af fiski­skipi á leið þess til hafn­ar í Vopnafirði í gær. Drónakafbátur hefur nú verið tekinn í notkun við leit að manninum.

Með honum er hægt að skoða sjávarbotn leitarsvæðisins en Jón Sig­urðsson, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Vopna, seg­ir í samtali við mbl.is að koma verði í ljós hvernig kaf­bát­ur­inn reyn­ist

Veðrið er gott fyrir austan og góð leitarskilyrði eru á staðnum. Fjörur eru gengnar ásamt því að bátar eru notaðir við leitina. Eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar leitar úr lofti innan leitarsvæðisins en hún lenti á Vopnafirði um klukkan 11 í dag. Björgunarsveitir allt vestur frá Húsa­vík og suður frá Djúpa­vogi taka þátt í leit­inni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing