Hráefni:
- 1 stórt blómkálshöfuð
- 1 dl vatn
- 1 1/2 dl hveiti
- 1 msk hvítlauksduft
- 1 msk laukduft
- 1/4 tsk salt
- 5 dl panko rasp
- uppáhalds bbq sósan þín
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 210 gráður. Leggið bökunapappír á ofnplötu.
2. Skerið blómkálið í hæfilega bita. Blandið vatni, hveiti, hvítlauks og laukdufti saman ásamt salti. Setjið panko rasp í aðra skál.
3. Leggið blómkálsbitana, einn í einu, í blautu blönduna og veltið þeim næst upp úr panko rasp. Raðið þeim síðan beint á ofnplötuna.
4. Bakið blómkálsbitana í um 15 mín, snúið þeim þá við og bakið áfram í um 10 mín eða þar til þeir verða gylltir og stökkir. Takið þá úr ofninum.
5. Setjið bitana í skál, hellið vel af bbq sósu yfir þá og veltið þeim upp úr sósunni. Raðið þeim aftur á ofnplötuna og bakið áfram í um 15 mín.
6. Gott er að bera þá fram með gráðaostasósu en þá hrærir maður saman sýrðum rjóma, smá majónesi, sítrónusafa og muldum gráðaosti ásamt salti og pipar. Þetta er gott að gera nokkrum tímum áður en blómkálið er borið fram og láta standa í ísskáp þar til blómkálið er tilbúið.