Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Ef þrælfullorðin kona er heima á laugardagskvöldi að spila super mario galaxy og borða ís ein með sjálfri sér og finnst það geggjað næs, hvort er hún þá barnaleg eða miðaldra? Er að spurja fyrir mig.
— Sigga Ösp (@siggaosp) May 23, 2020
Pizza sendillinn sagði við mig eftir að hann afhenti mér blitsuna „guð blessi þig vinur“. Hversu nettur.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 23, 2020
Ég ætla að opna ísbúðina Liam Ísson
— Jón Már (@jonmisere) May 23, 2020
Þessi bók kenndi mér allt sem ég kann pic.twitter.com/zcESbMPK2X
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 23, 2020
„Og hvað, ertu þá bara með plastpoka fulla af vatni í brjóstunum núna?“
Óviðeigandi spurning dagsins í boði tengdamóður minnar. Í kaffiboði fyrir framan hóp af barnabörnum á unglingsaldri.
— Sólveig (@solveighauks) May 23, 2020
Næturpössun og ég fór beint út á stuttbuxunum að róta í beðum, gróðursetja og spúla gangstéttina. Ég hef aldrei verið eins mikill pabbi á ævinni.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) May 23, 2020
Geggjað að sumarið hafi lent á laugardegi þetta árið…
— BjörgvinHólmgeirsson (@Bjorgvin33) May 23, 2020
við fjölskyldan gerðum okkur ferð til Borgarness til að komast í bestu sundlaug landsins…
laugin er lokuð— glówdís (@glodisgud) May 23, 2020
Dóttir mín er nýbúin að læra að lesa og spreytir sig nú á því sem er skrifað á sætisbökin í strætó. Bless, sakleysi.
— Birta (@birtasvavars) May 23, 2020
Eins og sjá má á þessu korti á Wikipedia, er íslenska meirihlutatungumál á Vatnajökli og í Færeyjum, en er ekki töluð í Dalasýslu og Holtavörðuheiði. pic.twitter.com/9ptAuQtJCK
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) May 23, 2020
Fólk sem er ekki alltaf með símann sinn á silent er ruglað.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 23, 2020
Veit að mörgum finnst hallærislegt að ætla poppurum að vera einhverjar sérstakar fyrirmyndir en ég verð samt að segja að mér finnst óviðeigandi þegar Auður syngur hvort hann megi kyssa einhverja stelpu á milli Lappanna. Betur færi á að kyssa hana á milli Samanna.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) May 23, 2020
á mjög erfitt með þessa statusa hjá löggunni ? pic.twitter.com/Vif7VMzk6f
— Heiður Anna (@heiduranna) May 23, 2020
Ég kom fram þrisvar sinnum í þættinum hans @gislimarteinn þennan veturinn en komst samt ekki í “best of” klippuna sem var sýnd í lokaþættinum. Gríðarleg vonbrigði. Kærastan mín grét næstum því.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) May 23, 2020
Mér finnst svo ógeðslega fyndið hvað svona motivational speakers eru handvissir um að það Sem Kom Þeim Þangað Sem Þeir Eru Í Dag sé alveg pottþétt einstakt hugarfar og áræðni.
Eins og utanaðkomandi þættir séu bara ekki til staðar. Engin tilviljun.
Bara Þróttur Og Þor.
— Atli Jasonarson (@atlijas) May 22, 2020
Það skvísulegasta sem ég veit er að borða bara annað hamborgarabrauðið
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) May 22, 2020
Hvernig í ósköpunum á maður að geta útskýrt fyrir útlending hvernig möndlur eru á bragðið þegar markaðsdeild Freyju getur það ekki einu sinni fyrir Íslendingum? pic.twitter.com/jJSzJ42gWE
— Atli Viðar (@atli_vidar) May 22, 2020
Fistbúðingur. pic.twitter.com/K6RPg0AGyU
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) May 22, 2020
Fyrir nokkrum vikum reyndi ég að svæfa son minn með að tala mónótónískt um alþjóðastjórnmál, eitthvað nógu leiðinlegt og flókið. En neinei. Nú biður hann um ‘Krímskagasöguna’ á hverju kvöldi ?♀️
— Kristín Helga (@KSchioth) May 22, 2020
10 gráður eru heitari á Íslandi en annars staðar. Segi þetta sem manneskja sem hefur búið í töluvert heitari löndum en Íslandi.
Þetta er eitthvað undur veraldar.— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) May 22, 2020
Að vaska upp öskubakka er eins og að baða reykingamann.
— Bragi og hópur kvenna (@bragakaffi) May 22, 2020
*á stefnumóti*
hún: jæja nóg um mig, hvað um þig?
ég: pic.twitter.com/QaE5fNzcVd— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) May 22, 2020
7 ára skrípið mitt: Vó mamma, varstu í ræktinni?
Ég, fullviss að hún sé uppnumin af sjúklegu hreysti mínu: Neinei, ég hjólaði heim úr vinnunni ??
Hún: Já ókei, það er sko SVAKALEG svitalykt af þér ???
?☹?
— Anna Berglind (@annaberglind) May 22, 2020
Íbúð til sölu í húsinu mínu. Pæling að kaupa hana og setja stiga. Reyndar ein íbúð á milli en þau leyfa þetta kannski?
— Berglind Festival (@ergblind) May 22, 2020
Amma mín (84 ára) er með troðfullan ísskáp af nocco og collab. Henni þykir þetta “sykurlausa gos” víst voða gott. Spurning hvort við stingum uppá því að hún skipti yfir í sykurlaust appelsín? Reyndar ekki svona extra kick í því ??♀️
— Sóley Ásgeirsdóttir (@soleyasgeirs) May 22, 2020
Ég í vinnunni að aðstoða barn við að finna orðið „hvíla“
L: Stundum þegar mamma eða pabbi eru mjög þreytt þá þurfa þau að…?
B: Drekka?Touché.
— Linda Björk (@markusardottir) May 22, 2020
var að spjalla við nágranna minn svona. frábært. pic.twitter.com/WHO3X8qL6k
— kate the skate (@katagla) May 22, 2020
Þessi minnisvarði aftengdra ADSL tenginga við Kringlumýrabraut þarf skyndifriðun. pic.twitter.com/A9HYhyqAS3
— Axel Kaaber (@axelkaaber) May 22, 2020