Hráefni:
- 1 stórt blómkálshöfuð skorið í bita
- 2 msk smjör
- 1 tsk saxaður hvítlaukur
- 2 1/2 msk hveiti
- 5 dl mjólk
- 1/4 tsk múskat
- 1/2 dl rjómaostur
- 2 dl rifinn cheddar ostur
- Salt & Pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 200 gráður. Sjóðið blómkálið í vatni með smá salti í um 5 mín. Sigtið vatnið frá og leggið blómkálið til hliðar.
2. Hitið pott og bætið í hann smjöri og hvítlauk. Þegar smjörið hefur bráðnað þá er hveitinu hrært saman við (með písk) og síðan hrærum við mjólkinni í smá skömmtum saman við og hrært stanslaust í á meðan. Þegar sósan fer að þykkna er gott að leyfa henni að malla í 3-5 mín áður en rjómaosturinn er hrærður saman við hana. Kryddið til með múskati, salti og pipar.
3. Setjið blómkálið í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Toppið með rifnum chedda osti. Bakið í um 20 mín. Berið fram strax.