Þegar Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði Blush, fyrir 9 árum síðan, var að hennar sögn mikið tabú að opna kynlífstækjabúð. Og hefur hún síðan þá fundið fyrir fordómum frá öðrum fyrirtækjaeigendum og er oft ekki tekin alvarlega í viðskiptum.
„Þegar ég byrjaði að selja kynlífstækin þá hafði ég ekki átt kynlífstæki þannig séð og prófaði bara eitt og eitt en það var ekkert af ráði,“ segir Gerður í samtali við Evu Laufey í þættinum Íslandi í dag á Stöð2 í gær.
„Ég gæti alveg eins verið að selja blómavasa eða föt eða hvað sem er. En að sjálfsögðu þá kviknar áhuginn á kynlífstækjum út frá því að ég fer að selja þau. Ég myndi ekki endilega segja að þetta væri bara áhugi á kynlífstækjum heldur líka bara þessi áhugi á samskiptum kynjanna og hvernig maður getur viðhaldið ástríðunni í sambandinu sínu. Kynlíf er eins og mýkingarefni fyrir sambandið. Ef þú notar ekki mýkingarefni þá verður allt rosalega hart og stirt og þá verða vandamál sem eru pínulítil ofboðslega stór. Ef kynlífið er allt í góðu standi þá verður allt svo miklu betra.“
Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Þette kemur fram á vef Vísis