Auglýsing

Virk sprengja fannst í Hafnarfirði

Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út við Austurgötu í Hafnarfirði í gær er tortryggilegur hlutur fannst við jarðvinnu á lóð hússins. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Eftir nánari athugun sprengjusérfræðinga kom í ljós að um var að ræða sprengikúlu úr síðari heimsstyrjöldinni. Sprengjan var nokkuð ryðguð en virk.

Sprengjan var sett í box og gerð örugg til flutninga og var henni ekið að Stapafelli á Reykjanesskaga þar sem henni var eytt á svæði sem notað er til sprengjueyðingar. Þar að auki var jarðvegurinn í kringum húsið grandskoðaður og skimaður með viðeigandi tækjum til að ganga í skugga um að þar væru ekki fleiri sprengjur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing