Auglýsing

Umhverfisstofnun vekur athygli á fræðslufyrirlestri um losunarbókhald Íslands

Fræðslufyrirlestur um losunarbókhald Íslands verður haldinn á miðvikudaginn kl.13:00.

Fræðslan er öllum opin á netinu og er hluti af verkefninu Umhverfisvarpið, sem er reglubundin rafræn fræðsla á vegum Umhverfisstofnunar.

Link á streymið má finna HÉR, sjá einnig Facebook viðburð.

Á fundinum verða sérfræðingar Umhverfisstofnunar, ásamt sérfræðingum í loftslagsmálum frá Skógræktinni og Landgræðslunni. Sérfræðingar í teymi loftslags og loftgæða kynna losunarbókhald Íslands sem snýr að gróðurhúsalofttegundum. Stiklað verður á stóru um helstu niðurstöður losunarbókhaldsins, sem og gefin innsýn inn í hvernig bókhaldið er sett upp og tengja losunarþætti þess við okkar lifnaðarhætti. Þá verður fjallað um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir í loftslagsmálum og þær settar í samhengi við þá vinnuferla og kerfi sem við vinnum eftir. Til þess að gera losunarbókhaldi Íslands góð skil verður einnig snert á sögu og tildrögum bókhaldsins. Hægt verður að spyrja sérfræðinga Umhverfisstofnunar, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar spurninga í gegnum spjallvirkni.

Kynning fer fram í gegnum forritið Teams. Ekki er nauðsynlegt að stofna aðgang til að komast inn á fundinn. Ekki þarf að hlaða niður forriti ef fylgst er með í gegnum vafra, en ef ætlunin er að fylgjast með fundinum í gegnum síma þarf að hlaða niður Teams smáforritinu. Ekki er mælt með að nota Safari vafrann en aðrir vafrar virka vel.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing