Auglýsing

Siggi Stormur segir að veðrið í sumar muni fá um átta af tíu í einkunn

Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur, greindi frá því í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 að hann gefi sumrinu átta til tíu í einkunn. Hann miðar þetta við sumarið í fyrra sem hann segir hafa fengið níu í einkunn.

„Ef við horfum yfir á suðvestanvert landið, það er að segja hjá okkur í  höfuðborginni og svona á suðvesturfjóðungi landsins, þá er miklu meiri hætta á bleytu,“ sagði Sigurður og lagði áherslu á að hann væri ekki að segja að sumarið yrði blautt.

„Ég myndi lýsa gæðum veðursins á suðvestanverðu landinu þannig að það er bara gott sumar með lítil átök. En það verða tíðari úrkomudagar eða úrkomudagspartar sem er alveg hægt að þola ef það er þokkalega hlýtt og sólar nýtur við dags á milli.

Þannig að heilt yfir séð eru spárnar að gefa okkur tilefni til að ætla að sumarið í sumar, sem er þetta merkilega sumar þegar Íslendingar ferðast innanlands, verður bara í betri kantinum,“ sagði hann.

Hann segir erfitt að segja til um hvar veðrið verði best tiltekna daga en veðrið verði sennilega best norðaustanlands.

„Ég er mjög sannfærður um að á Norður- og Norðausturlandið verði þetta frábæra sumar. Þangað myndi ég til dæmis skipuleggja ferð ef ég væri að fara í vikufrí,“ sagði Sigurður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing