Búist er við að 25 nýjir sjúkrabílar fari í notkun hér á landi seinna í sumar. Bílarnir eru gulir að lit sem er ætlað að auka sýnileika bílanna enn frekar. Rauði krossinn greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.
„Þessa dagana er verið að vinna á fullu við að framleiðslu á þeim og eins og sjá má er nýtt útlit á bílunum að ræða, svokölluð Battenburg merking sem ætlað er að auka sýnileika bifreiðanna enn frekar,“ segir í færslunni.
Gert ráð fyrir að tæplega 70 sjúkrabílar verði endurnýjaðir fyrir árslok 2022 en alls samanstendur heildar flotinn af um 80 bílum.