Auglýsing

Hér finnur þú besta veðrið á tjaldsvæðunum!

Ný vefsíða Bliku – Tjaldvefur kynntur

Vefsíðan Blika.is hefur nú verið uppfærð. Útlit síðunnar er töluvert frábrugðið því gamla, en gögnin eru þau sömu. Nú birtist á forsíðu box með upplýsingum um það hvar besta veður landsins fyrir daginn í dag er. Næstu daga verður útskýrt nánar hvernig útreikningum á besta veðrinu er háttað. Jafnframt sést á korti staðsetning hvers spástaðar þegar flett er upp á spánni. Það er virkni sem margir höfðu óskað eftir. Þetta kemur fram á vefnum Blika.is

Engin breyting er á spánum, þær koma áfram úr sama spálíkaninu og ættu að vera jafn áreiðanlegar og áður.

Blika hefur nú einnig bætt við þjónustu sína þar sem nú er hægt að nálgast upplýsingar um tjaldsvæði víðsvegar á Íslandi. Síðan birtir ýmsar upplýsingar um tjaldsvæðin auk þess sem hægt er að sía tjaldsvæði eftir óskum hvers og eins. Þannig er t.a.m. hægt að finna tjaldsvæði á Norðurlandi sem bjóða upp á rafmagn og leyfa hunda.

Helsta nýungin á tjaldvef Bliku er sú að hægt er að velja ferðadag og raða tjaldstæðum eftir veðri. Þannig geta ferðaþyrstir sett inn sínar dagsetningar og fundið hvert er best að fara ef einungis á að ferðast eftir veðri. Þessi keyrsla er enn á tilraunastigi og hnökrar geta komið upp.

,,Nú eru yfir 50 tjaldsvæði skráð á vefinn hjá okkur, en við hvetjum aðra rekstraraðila tjaldsvæða til þess að senda okkur póst á blika@blika.is til að fá sitt svæði skráð á vefinn eða ef frekari upplýsingar vantar. Skráning tjaldsvæða kostar ekki neitt.” segja þeir að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing