Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út rétt fyrir klukkan tíu í morgun þegar eldur kom upp á veitingastaðnum Kebab house við Hafnargötu í Keflavík. Þetta kemur fram á vef Rúv
Eldurinn kom upp í steikarpotti og hafði maður á staðnum reynt að slökkva eldinn sjálfur. Hann hlaut minniháttar brunasár ásamt mögulegri reykeitrun og var fluttur á sjúkrahús.
Reykræsta þurfti íbúðir sem staðsettar eru fyrir ofan veitingastaðinn en talsvert tjón varð á staðnum vegna mikils hita.