Auglýsing

Brokkolí og blómkálssúpa með osti og beikoni

Hráefni:

  • 200 gr brokkolí skorið í bita
  • 600 gr blómkál skorið í bita
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 2 1/2 dl vatn
  • 2 1/2 dl kjúklingasoð
  • 2 msk smjör
  • 2 1/2 dl rifinn cheddar ostur
  • 5 beikonsneiðar
  • 1/4 tsk timjan
  • 1/4 tsk hvítlauksduft
  • 1/4 tsk laukduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk svartur pipar

Aðferð:

1. Steikið beikonið á pönnu eða í ofni þar til það verður vel stökkt. Þerrið mestu fituna af því, skerið það í litla bita og leggið til hliðar.

2. Blandið laukdufti, hvítlauksdufti og timjan saman í litla skál. Setjið vatn, kjúklingasoð, blómkál og brokkolí í pott ásamt salti og pipar. Leyfið þessu að malla í 4-5 mín. Bætið þá smjöri saman við ásamt rjóma. Blandið þessu vel saman.

3. Setjið núna rifna ostinn saman við og hrærið rólega þar til osturinn hefur bráðnað. Bætið þá 2/3 af stökku beikonbitunum í súpuna og kryddið súpuna með lauk/timjan kryddblöndunni. Setjið lok á pottinn og látið þetta malla í um 10 mín. Hrærið reglulega í þessu á meðan. Kryddið hana til með salti og pipar eftir smekk.

4. Þegar súpan er klár er hún toppuð með restinni af stökka beikoninu og borin fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing