Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag klukkan 16, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þetta kemur fram á vef Rúv
Á fundinum mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fara yfir reynsluna af skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli og næstu skref.
Með Katrínu á fundinum verða þau Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.