Íslandsmótið í kraftlyfingum fer nú fram í Fagralundi í Kópavogi. Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson bætti í dag sitt eigið heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki, í annað sinn. Þetta kemur fram á vef mbl
Hann lyfti í dag 409 kílóum en hans fyrra met var 405,5 kíló. Það met sló hann á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum í Dúbaí árið 2019. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþróttafréttamanna í kjölfarið af því.