Auglýsing

Ragga Nagli spyr hvort þú hafir upplifað eftirfarandi einkenni – Getur verið að þú þjáist af þessum sjúkdómi?

Hún Ragga Nagli skrifaði opnu Facebook færsluna hér fyrir neðan, sem hefur vakið mikla athygli og fengið jákvæð viðbrögð frá þeim sem hafa lesið hana. 

Hefur þú upplifað einkennin sem Ragga telur upp?


Hefurðu upplifað eftirfarandi einkenni?

Kvíði yfir vinnunni, heilsunni, skólanum, heimilinu, fara í Kringluna og jafnvel að halda saumaklúbb

Fundið fyrir skömm.

Vera óöruggur innan um nýtt fólk

Sleppa æfingu og fá sektarkennd

Borða yfir þig og fá samviskubit

Skrolla símann í staðinn fyrir að sinna mikilvægum verkefnum

Áhyggjur af peningum, börnunum, foreldrunum, vinunum.

Frestunaráráttu

Fullkomnunaráráttu

Gera mistök.

Læra ekki af reynslunni

Rífast við makann yfir smámunum

Finnast þú ekki vera nógu fallegur, gáfaður, mjór, fyndinn eða sniðugur.

Sektarkennd yfir að taka tíma til að sinna sjálfum þér

Glaður á morgnana, fúll í hádeginu, sorgmæddur seinnipartinn og pirraður á kvöldin.

Vera ófullkominn.

Ofhugsa hluti í framtíðinni

Öreinda analýsa allt sem þú sagðir og gerðir í partýi í gær

Þetta eru allt merki um að þú þjáist af sjúkdómnum “mannlegur”

Áætlað er að um sjö milljarðar manna þjáist af þessum sjúkdómi.

Einkennin koma og fara og standa yfir mislengi hjá hverjum og einum.

Þessi sjúkdómur herjar á alla sem gerðir eru úr húð og draga andann.

Ekki hefur fundist bóluefni við sjúkdómnum ennþá og stendur ekki til.

Kurteisisfjarlægð og gríma virka ekki sem forvörn.

Eina lækningin er að sætta sig við ástandið og vera ekki vondur við sjálfan sig þegar einkenni gera vart við sig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing