Auglýsing

Mikið um hávaðakvartanir í heimahúsum

Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust alls ellefu kvartanir vegna hávaða í heimahúsum í nótt.

Þrír voru fluttir í fangaklefa og alls voru yfir 70 mál skráð á milli kl 17:00 í gær þar til kl 05:00 í morgun, segir í dagbók lögreglu. Þrátt fyrir það þótti nóttin frekar róleg.

Nokkuð var um að ökumenn væru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Brotist var inn í fyrirtæki í miðbænum en ekki liggur fyrir hverju var stolið. Einnig var tilkynnt um innbrot í heimahús í miðbænum og var einhverjum verðmætum stolið þar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing