Hráefni:
- 400 gr kirsuberjatómatar, skornir í fernt
- 1/4 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
- 1/2-1 hvítlauksgeiri, maukaður
- sjávarsalt eftir smekk
- 1/2 dl gæða ólívuolía
- 1 msk rauðvínsedik
- Safinn af einni sítrónu
- svartur pipar
- Nokkur lauf fersk basilika
Aðferð:
1. Setjið tómatana, rauðlauk, hvítlauk í skál ásamt smá salti.
2. Bætið næst ólíuolíu, rauðvínsediki, sítrónusafa, svörtum pipar og basiliku saman við og blandið ölli vel saman. Leyfið þessu að standa við stofuhita í 1-2 klukkustundir. Kryddið þetta til með salti og pipar áður en þetta er borið fram.