Grímuklæddir menn brutust inn í ljósmyndavöruverslun í austurhluta borgarinnar í nótt. Þeir höfðu á brott með sér fjölda myndavéla. Málið er í rannsókn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Alls komu 72 mál inn á borð lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til klukkan fimm í morgun.
Lögreglan fékk tilkynningu um hugsanlega vímaðan ökumann. Eftir að hafa komið auga á bifreiðina þurfti lögreglan að veita henni stutta eftirför þar sem ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Þegar komið var í botnlanga hlupu karlmaður og kona út úr bifreiðinni en voru handtekinn stuttu síðar. Bifreiðin reyndist stolin og ökumaðurinn undir áhrifum vímuefna.