Rúmlega fimmtíu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur dagana fyrir og um verslunarmannahelgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Einn þeirra ók á Reykjanesbrautinni á 134 km hraða og var einnig grunaður um ölvunarakstur.
Þá voru þrír teknir undir stýri án ökuréttinda, þar af hafði einn aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta kemur fram á vef víkurfrétta