Auglýsing

Þú getur LÍKA verið með „Man Bun“ – þó þú sért stutthærður!

Undanfarin ár þá hefur karlatískan snúist um tvennt: Mikið skegg og mikið hár. Helst það mikið hár að hægt sé að setja það í snúð.

Eins og flestir vita þá er það kallað „Bun“ á ensku þegar kona setur hárið sitt upp í snúð og þegar karlmaður gerir slíkt hið sama er það kallað „Man Bun“.

Þessi hártíska virðist fara í taugarnar á einstaklega mörgum, á meðan aðrir sjá ekkert athugavert við það að setja sítt hárið upp í snúð svo það sé ekki fyrir.

En hvað ef þú fílar þessa hártísku en ert með stutt hár?

Engar áhyggjur – þú getur fengið sérstakan hárlengingarsnúð fyrir karla. Snúðurinn er gerður fyrir stutthærða menn sem langar í „Man Bun“ en nenna ekki að bíða eftir því að hárið vaxi.

Snúðurinn hefur vakið mikla athygli, mest neikvæða, og vilja margir meina að hann sé fáránlegur.

Hvað finnst þér?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing