Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Ég: hneykslast á fólki sem borgar með peningum í miðri plágu.
Líka ég: mæti með soninn í Legobúðina til að hann geti keypt sér dót fyrir hálft kíló af klinki.
— Sólveig (@solveighauks) August 8, 2020
“Björn Ingi hér frá Viljanum, *talar í 2 mín*”
Alma landlæknir: “var spurning þarna?”— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 8, 2020
elska bara að sumt fordómafólk mun neyðast til að taka þennan til að verða ekki of sein í vinnunahttps://t.co/5cfaQkinVT
— Fríða (@Fravikid) August 7, 2020
Ég fór í sumarbúðir nýorðinn sex ára. Í mánuð* á Ástjörn, í Kelduhverfi. Bara ferðalagið þangað var heill dagur, flug og rúta. Var yngstur. Grenjaði. Var kallaður Helgi Grenjan. Fór aftur fjórum sinnum. Yndislegur tími.
*þyki ykkur ég leiðinlegur núna, ímyndið ykkur mig þá þarna
— Helgi Seljan (@helgiseljan) August 7, 2020
Ok er í bústað að lesa upp færslur frá @Snjalli og rekst svo á þetta. pic.twitter.com/CQ5csnfPhc
— Árni Torfason (@arnitorfa) August 7, 2020
Er það bara ég eða eru ekki bara svona þrjár vikur síðan að það var sól dag eftir dag og ekkert smit á Íslandi?
— Árni Helgason (@arnih) August 7, 2020
Ansi hræddur um að það verði skellur fyrir marga sjomla og skvísur þegar þau eldast og átta sig á því að það að vera hot er ekki staðgengill fyrir persónuleika.
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) August 7, 2020
Ég:“Adrei hef ég sagt neinum að fara í meðferð“@AnnaHaff :“En margir hafa ákveðið að hætta að drekka eftir fyllerí með með þér“
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) August 6, 2020
Áðan sá ég mann í þjónustustarfi fá símtal um að hann ætti að fara í sóttkví. Viðkomandi steig nær umsvifalaust upp, eins og hann hefði fengið símtal frá KGB, og hvarf frá. Stuttu síðar kom starfsmaður og sótthreinsaði borðið hans. Maður kom í manns stað.
— Ingvar S. Birgisson (@ingvarsmari) August 6, 2020
Munið þið þegar allir voru bara „ÆÆÆÆ ? árið 2016 er versta ár lífs míns! ?“ af því að eitthvað frægt fólk dó?
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) August 5, 2020
Sko mörg að segjast fá sér spaghetti eða grjónagraut eða eitthvað þegar þau nenna ekki að elda.
ÞAÐ ER AÐ ELDA?!— Fríða (@Fravikid) August 5, 2020
fallegt hjá uglunni að geyma mynd síðan ég byrjaði í ba og nota hana svo bara 10 árum seinna þegar ég kenni námskeið sjálfur ? pic.twitter.com/dtx51Oyun7
— GSL GRDRS (@gisligardars) August 5, 2020
Ákvað að þrífa drapplituðu hurðina í sameigninni niður í þvottahús.
Ég veit núna að hún er ekki drapplituð.
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) August 5, 2020
Pínu ósmekklegt hjá Þríeykinu að henda í Víkingaklappið yfir því að seinni bylgjan sé farin af stað pic.twitter.com/XCMhzb3BfO
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) August 5, 2020
Nett heiladauður algóritmi. pic.twitter.com/dZRDxjNpdf
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) August 4, 2020
Ónefnd vegasjoppa, hádegi:
Ég: Er hægt að breyta þessum frönskum í salat?
Afgr: Bíddu, ég skal spyrja.
–
Nei, það er því miður ekki hægt.
É: Allt í góðu, þá vil ég bara sleppa frönskunum.
A: Bíddu, ég skal spyrja.
–
Nei, það er því miður ekki hægt.— Nína Richter (@Kisumamma) August 4, 2020
einn storann segiru pic.twitter.com/0jSu9uMh9W
— Tómas (@tommisteindors) August 4, 2020
Heavy peppaður fyrir þessari nýju Thor mynd! pic.twitter.com/oUyV45bTl4
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) August 3, 2020
Note to self: næst þegar tiltektaræðið rennur á mann, muna að athuga fyrst hvort Sorpa sé opin. pic.twitter.com/jskc4XGSkn
— Árni Helgason (@arnih) August 3, 2020
Vinir mömmu mjög hressir jólin ‘76 pic.twitter.com/Hs6Wv3Da6N
— Krista Björk (@kristabjork) August 3, 2020
Guð blessi Næturvakt Rásar 2 pic.twitter.com/hDT4vNNLv8
— Stígur Helgason (@Stigurh) August 3, 2020
Ég addaði einhverntímann brasilískri konu á Facebook af því hún heitir Karla Taska, og 17 ára mér fannst það rosa fyndið. Nú hefur indónesísk kona að nafni Helgi Simatupang addað mér á Facebook af því Helgi er víst kvenmannsnafn þar sem er rosa fyndið. Ég á þetta skilið.
— Óða Helgi (@HelgiJohnson) August 3, 2020
Jæja þá er sonur minn búinn að detta í fiskatjörnina á kaffi Flóru
— Steingrímur (@Arason_) August 3, 2020
Sonur minn vaknar extra snemma allar helgar í kvíðakasti yfir því að missa af tölvutíma þannig að ég vakna örlítið fyrr í kvíðakasti yfir því. Það er auðvitað sérdeilis gaman en nú er sumarfrí og allir dagar helgar þannig að búmm, ókeypis extra fjör.
— Bragi Bergþórsson (@bragur) August 3, 2020
Njósna um heitan gaur og sharea óvart profile myndinni hans
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) August 2, 2020