Einstaka fólk hefur vanið sig á að þrífa allt daglega eða oft í viku. Það er hins vegar algengara að fólk þrífi á tveggja vikna fresti eða einu sinni í mánuði. Margir gleyma hlutum sem geta auðveldlega valdið heilsufarsvandamálum ef við göngum ekki rétt frá og þrífum of sjaldan. Á tímum Covid er sérlega mikilvægt að vera vakandi fyrir þrifum á heimili, í bíl og á vinnustað.
#1
Margir halda að sturtuhausinn þrífi sig sjálfur en það er ekki rétt. Þetta er kjörinn staður fyrir bakteríur sem safnast saman og geta valdið ýmsum sýkingum – oft í lungum.
#2
Hringar eru sjaldan teknir af við handþvott og örverur geta safnast saman undir hringnum. Á tímum Covid er best að taka af sér hringinn tímabundið eða að minnsta kosti við handþvott.
#3
Stýri eru vel þekkt fyrir að vera heimavöllur fyrir ýmsar tegundir örvera. Það er mikilvægt að sótthreinsa stýri reglulega og sérstaklega ef margir deila sömu bifreið.
#4
Hurðarhúnar eru miklir smitberar – sérstaklega á vinnustað eða almannafæri.
#5
Lyklaborð soga að sér ryk og skít við daglega notkun – svo við ættum að nota sótthreinsandi klút til að strjúka yfir. Það getur þó verið erfitt að ná milli takkanna en þar skapast minni hætta á smiti en frá sjálfu lyklaborðinu.
#6
Sveppir, mygla og örverur finnast í flestum fjarstýringum sem hafa verið í notkun í einhvern tíma. Það er nauðsynlegt að þrífa vel til að koma í veg fyrir að þessir skaðvaldar safnist fyrir.
#7
Ef þú ert á hóteli þá eru hnapparnir sem stjórna ljósunum líklega það skítugasta þar inni. Hótel þrífa yfirleitt ekki ljósarofa fyrir komu gesta samkvæmt rannsókn háskólans í Houston.
#8
Sýklar elska margir vatn og safnast fyrir þar sem vatn er í notkun reglulega. Það borgar sig að sótthreinsa vaskinn á hverju kvöldi eftir notkun.
#9
Tannbursta þarf að skipta um reglulega og best er að skola þá með sótthreinsandi munnskoli strax eftir hverja notkun. Tekur enga stund en minnkar áhættuna á ýmsum heilsufarsvandamálum.
#10
Frjókorn, mygla og drulla safnast í gluggakistur og valda ofnæmi hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir slíku.
Nú er tíminn til að taka upp sótthreinsandi og renna vel yfir þessa hluti svo allir verði hraustir á heimilinu.