Stjörnuparið Orlando Bloom og Katy Perry eignuðust stúlku í gær. Litla stúlkan hefur strax fengið nafnið Daisy Dove Bloom.
Þau deildu gleðifréttunum á síðu UNICEF en þau eru velgjörðasendiherrar fyrir samtökin.
Þar skrifuðu þau meðal annars:
„Við fljótum af ást og undrun eftir þessa öruggu og heilbrigðu fæðingu dóttur okkar. En við vitum að við erum heppin og það geta ekki allir átt eins friðsæla fæðingu eins og við fengum. Samfélög útum allan heim eru ennþá að líða skort á heilbrigðisstarfsfólki og á ellefu sekúndna fresti deyr ólétt kona eða nýburi, yfirleitt af ástæðum sem hefði mátt koma í veg fyrir. Eftir komu COVID-19 eru enn fleiri nýburalíf í hættu vegna vaxandi skorts á vatni, sápu og lyfjum sem koma í veg fyrir sjúkdóma.“
Þetta er fyrsta barn Perry en Bloom á níu ára gamlan dreng með fyrirsætunni Miranda Kerr.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og maðurinn hennar, Thomas Bojanowski, eignuðust barn þann 29. júní. Ólafía greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.
Drengurinn er fyrsta barn...
Arna Ýr, fyrrum Ungfrú Ísland, eignaðist í gær son með Vigni Þór Bollasyni kírópraktor. Drengurinn er þeirra annað barn en fyrir áttu hjúin dóttur...
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus og eiginkona hans, Kelsey Henson, eignuðust dreng á laugardaginn.
Þessu greinir Hafþór frá á Instagram og fer ítarlega yfir fæðingarsöguna. Þetta er...
Sölvi Tryggvason er nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkasti Þvottahússins.
Í viðtalinu við Sölva fóru drengirnir um víðan völl, en eitt af því sem...
Lady Gaga kom fram í beinni útsendingu á loka kosningafundi Kamölu Harris á mánudagskvöldið í mikilvæga sveifluríkinu Pennsylvaníu, þar sem hún söng „God Bless...
Youtube rásin Joe HaTTab er með næstum 14 milljónir fylgjenda frá öllum heimshornum en í þetta skiptið heimsækir hann Ísland.
Joe er svokallaður ferða „jútúber“...
Hinn heimsfrægi „hæfileikadómari“ og tónlistarmógúll Simon Cowell hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar frá sviðsljósinu í kjölfar hörmulegs fráfalls One Direction-stjörnunnar Liam Payne...
Íslenskur „götubiti“ (e. street food) kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars...