Hráefni:
- 300 gr hnetur að eigin vali ( t.d. kasjú, pekan og möndlur)
- 2 msk ólívuolía
- 2 msk ferskt saxað rósmarín
- 1 tsk cumin
- 1/4 tsk chilli duft
- 1 msk sykur
- 1 tsk sjávarsalt
- 1/2 tsk svartur pipar
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 150 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
2. Setjið hneturnar í stóra skál. Hitið olíu á pönnu og steikið rósamarín í um 1mín. Takið þá pönnuna af hellunni og hrærið cumin og chilli duft út á pönnuna. Hellið þessu næst yfir hneturnar og blandið vel saman.
3. Blandið sykri, salti og pipar saman við og hrærið vel saman. Hellið hnetunum á ofnplötuna og bakið í um 15 mín. Gott er að hræra í þessu 1 sinni á eldunartímanum. Kælið. Þetta geymist í lofþéttum umbúðum í allt að 2 vikur.