Um klukkan 22 í gærkvöldi var lögreglan á Suðurlandi kölluð út vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sand við Sandvatn á Haukadalsheiði. Þetta kemur fram á vef mbl
Maðurinn sat fastur í um fimm klukkustundir og var orðinn kaldur og hrakinn enda var hitastigið um þrjár gráður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Sandurinn náði honum upp að mitt og þurfti að gera ráðstafanir við björgunina með blóðflæði mannsins í huga. Það tók töluverðan tíma að staðsetja manninn og vandasamt var að komast að honum. Þyrla flutti manninn á sjúkrahús um klukkan 3 í nótt.