Auglýsing

Jarðarförin mín keppir til verðlauna á Berlin Series Festival

Sjónvarpsþættirnir Jarðarförin mín eru vinsælustu þættir Sjónvarps Símans frá upphafi. Í þáttunum leikur Þórhallur Sigurðsson, Laddi, mann sem undirbýr sína eigin jarðarför svo hann geti verið viðstaddur þegar vinir hans og ættingjar kveðja hann.

Þættirnir hafa nú verið valdir til þess að keppa á sjón­varps­há­tíðinni Berlin Series Festi­val sem fram fer dagana 23. til 27. september.

Þar verða þeir í hópi Netflix-þáttaraða á borð við Unorthodox, Freud og A Perfect Crime.

„Það er klárlega ástæða til að fagna og þetta eru engar smá seríur sem eru að keppa við okkur,“ segir Hörður Rúnarsson, framleiðandi hjá Glassriver, í samtali við Fréttablaðið

Hörður telur að þetta muni opna á ýmis tækifæri og auka möguleika á frekari alþjóðlegri dreifingu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing