Það má enginn setja húðflúr á fólk í S-Kóreu nema læknar undir sérstökum kringumstæðum. Samkvæmt lögum landsins eru því allir sem ekki eru læknar og reka húðflúrstofur stimplaðir glæpamenn af yfirvöldum. Fólk sem sést með Tattoo getur verið yfirheyrt um hvar, hvenær og hvernig það fékk húðflúrið.
Í Japan eru húðflúr ekki lengur bönnuð en þau eru tengd við glæpasamtök. Ýmsir skemmti- og veitingastaðir, sundlaugar og fleiri þjónustuaðilar vísa japönsku fólki með húðflúr frá sínum stöðum.
Ástæðan fyrir húðflúrbanni er ekki síst sú að meðlimir glæpasamtaka voru næstum þeir einu með húðflúr – þ.e.a.s. þar til það varð sprenging í húðflúrum hjá ungu fólki í Japan og nú S-Kóreu. Það mætti kalla þetta uppreisn unga fólksins gegn gömlum siðum og nú spretta upp leynilegar húðflúrstofur á hverju horni.
Hér er fjallað um húðflúr-sprenginguna sem hefur orðið í Asíu á nokkrum árum: